Í áfanganum er farið í notkun á helstu tækjum í eldhúsi, hnífum og smááhöldum. Farið yfir allar helstu matreiðsluaðferðir og algengasta hráefni til matargerðar með áherslu á íslenska matargerð. Lögð er áhersla á undirstöðuaðferðir s.s. skurð og meðferð á grænmeti, ávöxtum, fiski og kjöti. Farið er í soð-, súpu- og sósugerð. Unnið er með morgunverð, algenga hádegis- og kvöldverðarétti og eftirrétti. Áhersla er á fæðutengdar ráðleggingar Embættis Landlæknis um hollari matargerð. Unnið er eftir gæðastöðlum um innra eftirlit,HACCP.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öllum grunnsoðum, hér átt við: Skelfisks- og fisksoð, brún og ljós kjötsoð
öllum klassískum súpuflokkum, hér er átt við: Tærar súpur, vélotésúpur, rjómasúpur, mauksúpur, sértækar súpur og þjóðarsúpur
notkun á grænmeti, grjónum, pasta og kornmeti sem meðlæti og sem hluta af heilstæðri máltíð
notkun á íslenskum bolfiski, flatfiski, skelfiski og íslenskum og erlendum sláturafurðum og villibráð sem hluta af heilstæðri máltíð
klassískum eftirréttum; heitum, köldum og frosnum
ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit: HACCP
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja sérhæfða verkferla í samræmi við fyrirliggjandi verkefni
setja saman og matreiða öll grunnsoð, grunnsúpur og afleiddar súpur
reiða fram allar helstu grunn- og afleiddar sósur
matreiða einfalda grænmetis-, grjóna- og pastarétti
undirbúa og matreiða alla helstu klassíska hádegisverðarrétti og nota til þess algengar íslenskar sjávarafurðir og sláturafurðir
matreiða helstu íslenska þjóðarrétti
setja saman helstu eftirrétti
reikna út næringargildi og áætla skammtastærðir
matreiða samkvæmt fæðutengdum ráðleggingum Embættis landlæknis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði er lýtur að matreiðslu almenns fæðis með áherslu á fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis
geta skipulagt verkferla og verkefnalista og unnið eftir þeim í matreiðslu á almennu fæði
meta störf sín og annarra í matreiðslu á hlutlægan hátt