Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435312609.68

    Matur og menning
    MOME2MM02
    1
    Matur og menning
    Matur og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í áfanganum er fjallað um sögu matargerðarlistarinnar og helstu áhrifavalda hennar. Lögð er áhersla á íslenska matarmenningu sem hluta af ímynd þjóðar. Fjallað er um mismunandi menningarheima og áhrif trúarbragða á matarhefðir og val á hráefni
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meginstraumum í alþjóðlegri matargerð og áhrifum þeirra á íslenska matargerð fyrr og nú
    • nauðsyn þess að viðhalda íslenskri matarmenningu sem hluta af ímynd þjóðar
    • matarháttum ólíkra menningarheima og áhrifum trúarbragða á matarhefðir og val á hráefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera grein fyrir einkennum íslenskrar matargerðar sem hluta af ímynd þjóðar
    • gera grein fyrir mikilvægi svæðisbundinnar matarmenningar og tengslum milli menningar og þróunar í matargerð
    • gera grein fyrir matarháttum ólíkra menningarheima og áhrifum trúarbragða á fæðuval og fæðuhegðun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina meginstrauma í alþjóðlegri matargerð og meint áhrif þeirra á íslenska matarmenningu
    • greina matarhætti ólíkra menningarheima og áhrif trúarbragða á þá
    • tengja saman menningu og þróun í matargerð