Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435313058.75

    Tækjafræði aðbúnaður og starfsumhverfi
    TFAS1ÖU02
    1
    Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi
    Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er farið yfir vinnslulínur eldhúsa, skipulag þeirra, tæki og áhöld. Fjallað er um meðhöndlun, umhirðu, þrif og öryggisatriði varðandi áhöld og rafknúin tæki. Einnig orkunotkun og orkusparnað. Nemendur læra um mikilvægi þess að allur búnaður sé til staðar á vinnusvæði og aðgengilegur fyrir næstu vakt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun á helstu handverkfærum og orkuknúnum eldhústækjum
    • orkunotkun, orkustyrk og öryggisbúnað tækja
    • meðhöndlun, umhirðu og öryggisþáttum sem gilda um áhöld og orkuknúin eldhústæki
    • nauðsynlegum staðreyndum sem stuðla að góðu starfsumhverfi og ánægju samstarfsfólks
    • vinnusvæði með tilliti til vinnuöryggis, umhverfisverndar og vellíðan samstarfsfólks
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita öllum helstu handverkfærum og stærri orkuknúnum eldhústækjum
    • stuðla að jafnari og betri notkun orku
    • greina á milli góðrar og slæmrar umhirðu tækja og áhalda og stuðla þannig að góðri endingu þeirra
    • aðlaga vinnusvæðið með vinnuöryggi, umhverfisvernd og vellíðan samstarfsfólks í huga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tryggja ábyrga umgengni í kennslurýmum
    • nýta orku á hagkvæman hátt
    • tryggja góða umhyrðu og endingu tækja og áhalda
    • að koma á vinnuferlum sem tryggja öryggi samstarfsfólks