Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435581415.13

    Ritgerðasmíð og heimildavinna 2
    SAGA3HR05
    55
    saga
    Framhald í þjálfun í ritgerðasmíð og heimildanotkun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þessi áfangi er opinn hvað varðar sögulegt innihald. Framhald á þjálfun í ritgerðarsmíð, heimildanotkun og heimildaleit verður í brennidepli. Túlkun og tjáning á og um viðfangsefnið eru áhersluþættir.
    SAGA3OL05 (SAG3B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim efnisþáttum sem eru til umfjöllunar.
    • sagnfræðilegum vinnubrögðum.
    • greiningu á heimildum.
    • mikilvægi vandaðrar heimildavinnu.
    • mikilvægi sjálfstæðrar afstöðu til sögulegra atburða og þróunar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ólíka sagnfræðilega texta.
    • setja fram eigið efni og hugmyndir.
    • meta heimildir.
    • semja ritgerðir.
    • vinna með heimildir.
    • vísa til heimilda og skrá þær með viðurkenndum hætti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sjálfan sig í samhengi við söguna sem gerandi og skoðandi sem metið er með umræðum, ígrundun, kynningu og skriflegum verkefnum.
    • túlka og draga ályktanir af tilteknum sögulegum efnum sem metið er með prófum og verkefnum.
    • setja fram viðfangsefni sín með mismunandi aðferðum sem metið er með verkefnum, ritgerðum og kynningum.
    • setja saman heimildaverk þar sem fylgt er ströngustu kröfum um vinnubrögð sem metið er með ritgerðarvinnu.
    Lögð er rík áhersla á mætingu og þátttöku nemenda. Skrifleg verkefni, ritgerðir, kynningar og umræður. Stutt próf. Nemendur verða metnir sem einstaklingar og hluti af hóp. Jafningjamat og sjálfsmat.