Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435583719.34

    Líkamsrækt og heilsuefling 1
    LÍKA1FR01
    1
    líkamsrækt
    Verklegur áfangi og markviss fræðsla um líkams- og heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt/heilsueflingu. Áhersla er lögð á fjölbreytta þol- og liðleikaþjálfun ásamt því að efla félagsþroska og samskiptahæfni. Þegar veður leyfir fara æfingar fram utandyra. Leikir eru markvisst notaðir til þess að auka áhuga nemenda. Lögð er áhersla á að nemandinn finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi fjölbreyttrar grunnþjálfunar.
    • leiðum til að stunda líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum.
    • fjölbreytni allra þátta til eflingar líkama og heilsu.
    • þoli, uppbyggingu þess og mismunandi þolþjálfun.
    • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda fjölbreytta grunnþjálfun.
    • taka þátt í almennri og sérhæfðri upphitun.
    • taka þátt í markvissri þolþjáfun og sérhæfðri þolþjálfun íþróttagreina.
    • taka þátt í fjölbreyttri þrekþjálfun.
    • taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar.
    • mæla þol og liðleika.
    • taka þátt í hinum ýmsu leikjum bæði innan og utanhúss.
    • notfæra sér hin margvíslegu tækifæri til útivistar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að viðhalda góðri heilsu sem metið er með dagbókarskrifum.
    • vera meðvitaður um mikilvægi heilsuræktar í daglegu lífi.
    • viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu sem metið er með þol- og liðleikaprófi.
    • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu og líkamshreyfingu sem metið er með virkni, hugarfari og mætingu nemandans.
    Ástundun og virkni er undirstaða námsmats ásamt mati á framförum. Framfarir eru metnar með þolprófi í byrjun og lok annar ásamt því að fá æfingaáætlun og fylgja eftir utan kennslustunda. Nemendur halda dagbók þar sem þau gera sér grein fyrir umfangi eigin þjálfunar yfir ákveðið tímabil. Leiðsagnarmat er markvisst notað.