Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435586566.64

    Saga
    SAGA2FN05
    74
    saga
    Valin atriði úr sögu fornaldar, miðaldar og nýaldar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga kynnast nemendur völdum atriðum úr sögu fornaldar, miðalda og nýaldar. Áhersla er lögð á nokkur meginefni eins og sögu Miðjarðarhafsþjóða, samfélag og menningu Forn-Grikkja, Rómaveldi, upphaf kristindóms og kirkju, lénsskipulagið og mótun borgaralegs þjóðfélags meðal Evrópumanna í kjölfar landafunda og siðaskipta. Þá er saga Íslands rakin í grófum dráttum frá 9. öld til um 1750. Sérstök áhersla er lögð á þau atriði sem hafa þýðingu fyrir nútímamenningu okkar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr mannkynssögunni frá upphafi til nýaldar.
    • því að sjálfsmynd einstaklinga og hópa mótast af sögunni.
    • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar.
    • tengslum fortíðar og nútíðar.
    • tegundum heimilda og helstu vinnubrögð um heimildanotkun og heimildaleit.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa einfalda sagnfræðilega texta.
    • tengja atburði líðandi stundar við söguna.
    • nota ólíkar heimildir við verkefnavinnu.
    • skrifa einfalda ritgerð um sagnfræðilegt efni.
    • vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sjálfan sig í samhengi við söguna sem gerandi og skoðandi sem metið er með verkefnavinnu.
    • geta sett sig í spor ólíkra hópa sem metið er með verkefnavinnu og prófum.
    • átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga sem metið er með verkefnum og prófum.
    • taka þátt í umræðu um sagnfræðileg efni.
    • beita gagnrýnni hugsun markvisst sem metið er með verkefnum og prófum.
    • læra af sögunni.
    Námsmat byggist á prófum, verkefnavinnu, ástundun og virkni nemenda.