Fjallað er um vísindi og vísindastarf frá sjónarhóli náttúrufræðanna. Áhersla er á að auka skilning nemenda á efnisheiminum, því umhverfi sem við lifum í og hvernig náttúrvísindin gera samfélagi okkar gagn. Sjónum er beint að orkuframleiðslu manna og áhrifum sólar á ýmsa ferla í náttúrunni. Einnig er farið í grunnatriði efnafræðinnar í samhengi við það að átta sig á þeim efnum sem eru algeng í umhverfi okkar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vísindalegri aðferðafæði og þróun vísindakenninga.
aðferðafræði í vísindastarfi og táknkerfi náttúrvísindanna.
orkuframleiðslu manna og flæði orku um jörðina.
efnunum í umhverfinu og áhrifum þeirra á líf okkar.
þeim aðferðum sem nauðsynlegt er að tileinka sér til að ná árangri í frekara námi á sviðinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sækja sér upplýsingar úr textum sem tengjast vísindum og náttúru.
leysa verkefni sem tengjast þekkingarviðmiðunum áfangans á skipulegan og skýran hátt.
greina frá þekkingaratriðum áfangans á skipulegan og skýran hátt.
gera einfaldar tilraunir sem tengjast þekkingarmarkmiðunum.
fylgja leiðbeiningum við framkvæmd verklegra æfinga og framkvæma verklegar æfingar á ábyrgan og skipulegan hátt.
halda utan um rannsóknargögn á ábyrgan og skipulagðan hátt og vinna skipulega og skynsamlega úr þeim.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla á skýran og skipulegan hátt um efnisheiminn sem metið er með skriflegum prófum, ritunarverkefnum og vinnubók.
sjá samhengið milli ólíkra þátta í námsefninu, rökstyðja skoðanir/niðurstöður og draga ályktanir á gagnrýninn hátt. Þetta má meta með skriflegum prófum og ritunarverkefnum.
lesa sér til gagns texta, tákn, jöfnur og myndir sem tengjast náminu sem metið er með skriflegum prófum og vinnubók.
sýna ábyrgð, virkni, frumkvæði, sjálfstæði og skipulagningu í námi sem metið er með vinnubók, mætingu, ástundun í kennslustundum og sjálfstæðri verkefnavinnu.
Námsmat byggir á ástundun nemenda ásamt skriflegum prófum og ritunarverkefnum.