Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435686292.58

    Íþróttir 2
    ÍÞRÓ1AB01
    112
    íþróttir
    Almennar íþróttir B
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Áfanginn byggist upp á alhliða hreyfingu og heilsurækt í líkamsræktarstöð þar sem nemendur stunda hreyfingu við hæfi. Áhersla er lögð á að nemendur spreyti sig á fjölbreyttum æfingum sem byggja upp þol, styrk og liðleika. Nemendur vinna sjálfstætt og útbúa eigin þjálfunaráætlun og bera ábyrgð á að fylgja henni eftir. Einnig lögð áhersla á að nemendur átti sig á mikilvægi hreyfingar á andlega, líkamlega og félagslega líðan þeirra.
    ÍÞRÓ1AA01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi almennrar heilsuræktar
    • Markmiðssetningu og uppbyggingu þjálfunaráætlunar
    • Mikilvægi réttrar líkamsbeitingar
    • Mismunandi þjálfunaraðferðum til eflingar líkama og heilsu
    • mikilvægi hreyfingar á andlega, félagslega og líkamlega heilsu og vellíðan
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Stunda æfingar sem auka þol, styrk og liðleika
    • Stunda þjálfun og hreyfingu sem hefur áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
    • Nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar í sinni þjálfun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Velja líkamsrækt við hæfi
    • Leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar
    • Styrkja jákvæða sjálfsmynd og hugarfar með þátttöku í almennri líkams- og heilsurækt
    • Glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsuræktar.
    Áfanginn er verklegur. Nemendur þurfa að vinna sjálfstætt en geta fengið mikla leiðsögn óski þeir eftir því. Lögð er áhersla á að nemendur mæti jafnt og þétt yfir alla önnina og byggist námsmat á því. Áfanginn er próflaus.