Kynning á línulegri algebru og fylkjareikningi. Fjallað er um jöfnur og ójöfnur með tveimur
breytum. Jöfnur sem leysa má með reiknitækjum. Ójöfnuhneppi og fylki. Gauss-Jordan
lausnaraðferð. Fylkjareikningur.
STÆR2HK05_14
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðgerðum fylkjareiknings s.s samlagningu og margföldun
Gauss Jordan eyðingu
Cramers reglu við lausn jöfnuhneppa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna ákveður
finna andhverfur 2x2 og 3x3 fylkja
leysa jöfnuhneppi með nokkrum aðferðum
leysa ójöfnuhneppi og nýta það við lausn ir hagnýtra verkefna
leysa hagnýt verkefni með fylkjareikningi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra helstu sannanir sem koma fyrir í námsefni hans
fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og leikni sem hann býr yfir
teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja
nýta stærðfræðileg líkön til að fást við aðrar fræðigreinar
skilja og taka þátt í að hanna stærðfræðileg líkön sem sniðin eru að ákveðnum viðfangsefnum
skilja að það sé ekki sjálfsagt að verkefni hafi lausnir, hvorki einföld jafna né stór viðfangsefni
Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.