Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1436218063.37

  Stýritækni grunnnáms B
  STÝR2GB05
  2
  Stýritækni rafiðna
  Grunndeild B
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum fer fram kynning á loftstýringum, helstu loftmeðhöndlunartækjum og virkni þeirra. Fjallað er um nokkrar gerðir af loftstýrieiningum, svo sem loka og strokka og helstu tákn og tengimyndir sem notaðar eru í loftstýringum. Nemendur þjálfast í teikningum og tengingum á einföldum loftstýringum. Haldið er áfram með segulliðastýringar þar sem frá var horfið í fyrri áfanga en nú með tengingum við loftstýringar. Nemendur hanna og tengja loftstýribúnað sem stjórnað er af segulliðastýringum. Eins og í fyrri áfanga er áhersla lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar sem felast í að brjóta efni áfangans til mergjar, tengja, prófa, mæla og taka saman niðurstöður.
  STÝR1GA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Helstu kostum og göllum við loftstýringar.
  • Virkni og notkun á loftpressum, loftsíum, smurtækjum, lofthylkjum og öryggislokum.
  • Virkni og notkun á einvirkum og tvívirkum strokk.
  • Virkni og notkun á 2/2-, 3/2- og 5/2-lokum sem stýrt er handvirkt, með rafmagni, með lofti og vélrænt.
  • Virkni og notkun á deyfistefnu-, tvíþrýsti- og einstefnulokum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Teikna virkni- og tengimyndir og tengja eftir teikningum.
  • Tengja segulliða- og loftstýringar saman.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Framkvæma bilanaleit í loftstýringum.
  • Skilja upplýsingar af skiltum rafmótora.
  Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.