Í áfanganum kynnast nemendur tölvunetkerfum, mismunandi gerð þeirra, margvíslegri uppbyggingu og þeim búnaði sem þau samanstanda af. Nemendur kynnast virkni tölvuneta með því að tileinka sér netkerfistaðlana OSI og TCP/IP. Höfuðáhersla áfangans er að kenna nemendum grunninn í vélbúnaði tölvunetkerfa, stillingar á búnaði og tengingu milli íhluta þeirra. Nemendur læra einnig að hanna meðalstór netkerfi og skipta stórum kerfum upp í minni.
Mælt er með að gagnvirkt rafrænt námsefni frá Cisco, sé notað. Námsefnið heitir CCNA1 og er liður í námsefni sem nær til alþjóðlegu starfsréttindagráðunnar CCNA.
TNTÆ2GB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Íhlutum tölvunetkerfa, skilji tilgang þeirra og virkni.
OSI og TCP/IP líkönum.
IP vistföngum.
Hugtökum og skammstöfunum sem notuð eru í tölvunetkerfum.
Nethögun (topology) tölvulagna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Þekkja notkunarsvið mismunandi tölvustrengja.
Meta hvaða nethögun hentar best við hvert tilfelli.
Útbúa tölvustrengi og gæðamæla þá.
Rekja bilanir í netsamböndum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Hanna með vistföngum meðalstór tölvunetkerfi.
Velja réttan búnað við uppsetningu á tölvunetkerfi.
Setja upp og stilla meðalstórt tölvunetkerfi.
Stilla beina (routers) með grunnstillingum.
Hafa yfir að ráða nægum orðaforða um efnið til þess.
Finna bilanir í tölvunetkerfi.
Hafa yfir að ráða nægum orðaforða um efnið til þess að geta rætt um kerfin við aðra tæknimenn.
Nota áunna tækniensku sér til framdráttar og frekara náms í nýjustu tækni á þessum sviðum.
Gert er ráð fyrir að námsmat sé margþætt þannig að hægt sé að prófa skilning á efni, reikninga, mælingar og skýrslur.