Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í vefsíðugerð og vinna með skjöl á netþjóni.
Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á HTML og CSS við að hanna vefsíður sem verða hýstar á netþjóni sem nemendur tengjast og vinna með í gegnum FTP forrit. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnslu og annarri almennri vinnslu á Netinu.
Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðgerðum í HTML forritunarmálinu
helstu aðgerðum í CSS málinu
notkun á ritlum til þess að vinna með við forritun og að tengjast netþjóni til þess að færa gögn á
hvernig uppsetning á forritunarkóða á að vera
hvernig á að skipuleggja vinnusvæði á netþjóni vefsíðunnar
hvar er gott að finna útskýringar á HTML og CSS forritunaraðgerðum á Netinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að vinna með HTML forritunarkóða til að setja upp einfaldar vefsíður
að vinna með CSS kóða til að stjórna útliti á vefsíðum
að nota ritil í forritunarvinnu
að nota ritil og önnur sérhæfðari forrit til þess að tengjast netþjóni
að setja upp forritunarkóða á réttan hátt
sjálfstæðum vinnubrögðum
að nota Netið sem hjálpartæki
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja upp einfaldar vefsíður með notkun HTML forritunartungumálsins
að stjórna útliti einstakra hluta á vefsíðu með CSS málinu
hafa forritunarkóða sína rétt uppsetta
hafa vinnuskjöl sem notuð eru á Netinu rétt uppsett
hafa vinnusvæði sín skipulögð
tengjast netþjónum með FTP forritum og færa skjöl á milli einkatölvu og netþjóns
vinna sjálfstætt að verkefnum
geta leitað á Netinu að upplýsingum um forritunarkóða sem hann skilur ekki
Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með verkefnum unnum í kennslustundum og heima, einnig með áfangaprófum og stóru lokaverkefni.
Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu, byggingu og frágang forritunarkóða.
Hæfni er metin í verkefnavinnu og prófum út frá getu nemandans til þess að hanna og setja upp vefsíðu. Einnig er hæfni metin með því að nemendur lesa tilbúinn forritunarkóða og útskýra virknina á bakvið hann.