Í áfanganum er fjallað um þrif, sótthreinsun og samsetningu á verkfærum og tækjum. Einnig er fjallað um mismunandi aðferðir við pökkun, þurrkun, umhirðu og samsetningu á mismunandi margnota verkfærum og tækjum. Lögð er áhersla á að öllum verkferlum sé fylgt eftir af öryggi. Farið er yfir skráningu á tækjum samkvæmt gæðastöðlum og fjallað um mikilvægi rekjanleika framleiðslunnar. Farið er í eftirfylgni og rekjanleika meðferðar á dauðhreinsunardeildum sem tryggja eiga öryggi sjúklinga og starfsmanna. Sýnt er fram á hvernig sýkingavarnir og forvarnir tengjast meðferð skurðlækningaáhalda.
Heilbrigðisfræði og sýklafræði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
leiðbeiningum, verklagsreglum og gæðastöðlum
mismunandi aðferðum við þrif og sótthreinsun á verkfærum
mikilvægi samsetninga á verkfærum
prófun og umhirðu verkfæra
fjölbreytileika pökkunaraðferða með mismunandi umbúðum
mikilvægi skráninga á tækjum og rekjanleika framleiðslunnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna samkvæmt verklagsferlum og gæðastöðlum
þrífa og sótthreinsa verkfæri
setja saman, prófa og hirða um verkfæri
nota mismunandi pökkunaraðferðir
skrá framleiðslu og þekkja aðferðir við rekjanleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna af fagmennsku og áreiðanleika við meðhöndlun tækja og verkfæra fyrir sótthreinsun og dauðhreinsun
skrá verkfæri og tæki samkvæmt verklagsreglum og gæðastöðlum
velja efni og umbúðir samkvæmt kröfum og verkefnum