Nemandi skoði og skilgreini samhengi milli lista og menningar á líðandi stund; hann á að geta greint, borið saman og gagnrýnt hönnun, listviðburði og lífsstíl í samtímanum. Farið verður sérstaklega í hugmyndalist og skilgreiningu á hugtökunum list og listaverk.
LIME1ST05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað er samtímalist með tilliti til sköpunar og aðferðafræði
hvað telst listaverk í samtímanum
hvernig á að skilgreina list og listaverk
gildi listar og listaverka sem ekki er metið fagurfræðilega heldur fremur eftir þeirri hugmynd sem liggur að baki þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gagnrýna list og listaverk
meta samtímalist
tjá sig bæði munnlega og skriflega um helstu samtímaverk
setja fram sjálfstæðar og frumlegar skoðanir sem taka mið af kennsluefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja hvað þýðir í dag að vera listamaður og geta spurt sig krefjandi spurninga um eðli listarinnar
þróa eigin hugmyndir um listir og listsköpun bæði munnlega og skriflega
Kennari leggur mat á vinnubrögð nemandans með margvíslegum prófum, verkefnum og safnaheimsóknum.