Í áfanganum er megin áhersla lögð á stafræna ljósmyndun og myndvinnslu. Auk tæknilegrar kennslu fá nemendur verkefni sem krefjast hugmyndaflugs, frumleika og persónulegra vinnubragða. Lögð er áhersla á notkun myndrammans, samband augnabliksins og mynduppbyggingar ásamt frjálsri tjáningu í ljósmyndun. Nemendur læra helstu atriði í Photoshop og Bridge og vinna með viðeigandi forriti ljósmyndir sem teknar eru í RAW formati. Lögð er áhersla á að nemendur læri að breyta stærð mynda eftir þörfum, þ.e. fyrir vef eða til útprentunar og kunni að vista myndir í réttu formati.
Áhersla er lögð á að nemendur kynnist ljósmyndun, tækni, helstu aðferðum og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða.
Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYMV1ST05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stafrænum stillanlegum myndavélum
hvernig myndavélin virkar og helstu hugtökum tengdum ljósmyndun, s.s. ljósopi, lokahraða, dýptarskerpu, brennivídd, yfir- og undirlýsingu, harðri og mjúkri birtu
mismunandi filmum/iso og geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem eiginleikar þeirra gefa
mikilvægi myndbyggingar, samspili lita, ljóss og skugga og þjálfi skynjun sína fyrir staðsetningu forma í myndfleti
innihaldi og boðskap ljósmynda og geti greint, gagnrýnt og metið verk annarra og sín eigin
kunni að setja inn/hlaða inn myndum og þekki stafræna myndvinnslu og myndvinnsluforrit eins og Bridge og Photoshop
að nota miðilinn til að tjá hugmyndir sínar
verkum eftir aðra ljósmyndara og hafa farið á nokkrar ljósmyndasýningar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja sjónarhorn og myndramma vélarinnar til framsetningar ólíkra verka
vinna stafrænar myndir áfram í tölvuforritum, t.d. Photoshop en líka í frjálsum forritum
beita viðeigandi eiginleikum myndavélar hvað varðar ljós og lýsingu
skipuleggja verkefni sem krefjast hugarflugs og úrvinnslu
nota myndavélina og hafa á valdi sínu helstu tæknileg atriði tengd henni
kunna að nýta sér misunandi ISO, lokahraða, ljósop, dýptarskerpu og brennivídd og þá eiginleika sem þær stillingar gefa
beita þekkingu sinni í verklegum æfingum
skilja mikilvægi myndbyggingar, samspil lita, ljóss og skugga og þjálfist í að staðsetja form í myndfleti
greina, gagnrýna og meta innihald og boðskap ljósmynda annarra og sinna eigin og geri sér ljóst hvernig þeir geti notað miðilinn til að tjá hugmyndir sínar
nýta sér stafræna myndvinnslu og myndvinnsluforrit eins og Bridge og Photoshop
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð þar sem ljósmyndun er notuð til að koma frá sér hugmynd
taka myndir við hvaða aðstæður sem er með hvaða myndavél sem er
tileinka sér fræðileg hugtök tengd ljósmyndun
þekkja mismunandi filmur/iso og geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem eiginlegar þeirra gefa
beita þekkingu sinni í verklegum æfingum
skilja mikilvægi myndbyggingar, samspil lita, ljóss og skugga og þjálfist skynjun sína á staðsetningu forma í myndfleti
geta greint, gagnrýnt og metið innihald og boðskap ljósmynda annarra og sinna eigin og geri sér ljóst hvernig þeir geti notað miðilinn til að tjá hugmyndir sínar
nýta sér stafræna myndvinnslu og myndvinnsluforrit eins og Bridge og Photoshop
miðla hugsunum, orðum, tilfinningum og hugmyndum með ljósmyndun sem miðli
Einkunn í lok annar byggist á verklegum æfingum, ritgerð, umræðum, rökstuðningi, framförum, ástundun og skriflegu lokaprófi.