Nemendur læra á ljósmyndaforrit (Photoshop), teikniforrit (Illustrator) og uppsetningarforrit (InDesign) ásamt öðrum smærri forritum sem nýtast í framsetningu mynda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
viðeigandi forritum og hvernig mögulegt er að nýta forritin í myndrænni framsetningu
hugtökum tengdum myndvinnslu, uppsetningu og hönnun
grunnatriðum leturfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með myndvinnsluforrit
hanna veggspjöld og bæklinga í tölvu
teikna og mála í tölvu
lagfæra ljósmyndir í tölvu
setja fram hugmyndir sínar með hjálp skjávarpa og tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkefni, ferli og listrænar niðurstöður
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér myndvinnsluforritin á sjálfstæðan og skapandi hátt
finna lausnir á vandamálum og viðfangsefnum sem tengjast myndrænni framsetningu í tölvum
skipuleggja verkferla við úrlausn hönnunarverkefna, t.d. gerð ferilmöppu og lokaverkefnis geta leyst verkefni af hendi á viðunandi hraða
vinna með öðrum nemendum til að deila upplýsingum og þekkingu
Námsmat áfangans felst í mati á úrlausnum verkefna sem unnin eru í kennslustundum og heima og skilað jafnóðum á rafrænu formi.