Áhersla er lögð á að nemendur kynnist ljósmyndun og myrkrakompuvinnu, tækni, helstu aðferðum og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða.
mikilvægi myndbyggingar, samspili lita, ljóss og skugga og þjálfist í staðsetningu forma í myndfleti
helstu myrkraherbergisvinnu, þ.e. framköllun filmu, blöndun vökva, hvernig stækkarinn virkar og framköllun myndar á pappír
virkni og vélbúnaði myndavélarinnar og helstu hugtökum tengdum ljósmyndun, s.s. ljósopi, lokahraða, dýptarskerpu, brennivídd, yfir- og undirlýsingu, harðri og mjúkri birtu
innihaldi og boðskap ljósmynda og geti greint, gagnrýnt og metið eigin verk og annarra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota myndavélina og hafa á valdi sínu helstu tæknileg atriði tengd henni
nýta sér misunandi iso, lokahraða, ljósop og brennivídd og þá eiginleika sem þau gefa
beita þekkingu sinni í verklegum æfingum
skilja mikilvægi myndbyggingar, samspil lita, ljóss og skugga á
greina, gagnrýna og meta innihald og boðskap ljósmynda annarra og sinna eigin og geti notað miðilinn til að tjá hugmyndir sínar
sjá myndefni í daglegu lífi, fanga augnablikið, segja sögu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja hvernig myndavélin og helstu hugtök tengd ljósmyndun virka
tileinka sér fræðileg hugtök tengd ljósmyndun
þekkja mismunandi filmur/iso og geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem eiginleikar þeirra gefa
beita þekkingu sinni í verklegum æfingum
skilja mikilvægi myndbyggingar, samspil lita, ljóss og skugga og þjálfi skynjun sína á staðsetningu forma í myndfleti
geta greint, gagnrýnt og metið innihald og boðskap ljósmynda annarra og sinna eigin
gera sér ljóst hvernig hann getur notað miðilinn til að tjá hugmyndir sínar
nýta sér myrkrakompu til að framkalla og stækka myndir
koma frá sér hugsunum, orðum, tilfinningum og hugmyndum í ljósmynd
Einkunn í lok annar byggist á verklegum æfingum, hugmyndavinnu, ritgerð, umræðum, rökstuðningi, framförum og ástundun.