Viðfangsefni áfangans er knattspyrna og eru kennslutímarnir að mestu verklegir. Lesefni, myndbönd o.fl. tengt viðfangsefninu verður sett á moodle og nemendur vinna fjölbreytt verkefni (einstaklings, hópa, umræðuþræðir o.fl.). Í áfanganum verður farið í a.m.k. eina æfinga- og/eða keppnisferð til Akureyrar. Í áfanganum verður lögð sérstök áhersla á eftirfarandi leikfræðileg atriði, þ.e. breidd og dýpt í sóknarleiknum en þéttleiki í varnarleiknum.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðrar og vel uppsettrar upphitunar sem hluti af æfingu
reglum knattspyrnunnar
hvað hugtökin breidd, dýpt og þéttleiki eru og mikilvægi þeirra í sóknar- og varnarleik í knattspyrnu
nýtingu spils í fámennum liðum til að þjálfa breidd og dýpt í sóknarleik og þéttleika í varnarleik
færslum leikmanna til að auka og nýta breiddina og dýptina í sóknarleiknum annars vegar og hins vegar ná þéttleika í varnarleiknum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma góða og skipulagði upphitun til undirbúnings fyrir æfingu og keppni
útfæra og framkvæma leikfræðileg atriði með mismunandi erfiðleikastigi æfinga, þ.e. frá einföldum til flókinna æfinga
meta knattspyrnureglurnar við að horfa á kappleiki og dæma hjá samnemendum
skilja hugtökin breidd, dýpt og þéttleiki
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bæta sig sem knattspyrnumaður
meta og velja réttar æfingar til að þjálfa ákveðin tækni- og leikfræðileg atriði
meta og velja spilaform í fámennum liðum til að þjálfa mismunandi tækni- og leikfræðileg atriði
geta útskýrt og leiðbeint hvernig hægt er að ná breidd og dýpt í sóknarleik og þéttleika í varnarleik með færslum á leikmönnum
geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni og áhuga.