Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1438874141.06

    ÖRSK1ÖR2
    ÖRSK1ÖR02
    4
    Öryggismál og skyndihjáp
    Öryggismál og skyndihjálp
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er fjallað um öryggismál og aðbúnað á vinnustöðum. Nemendur þurfa að kunna grunnatriði skyndihjálpar svo sem fyrstu viðbrögð við áföllum og slysum. Nemendur fá þjálfun í hvað beri að gera þegar þeir koma að slysum eða þegar óhöpp verða. Hér er átt við atriði eins og hvert á að hringja, hvernig á að tryggja vettvang og hvaða kröfur eru gerðar til þess er fyrstur kemur á vettvang. Nemandi kynnist öryggisþáttum vinnustaða eins og neyðarútgöngum, viðbrögðum við bruna og öðrum þáttum er tengjast öryggsmálum í matvælagreinum. Einnig er fjallað um grunnþætti er varða atvinnusjúkdóma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og vinnuöryggi á vinnustöðum
    • skipulagi brunavarna á vinnustöðum og kröfum um öryggismál
    • vinnuslysum og helstu orsökum þeirra
    • hvað þarf að hafa í huga varðandi tilkyningu vinnuslysa
    • meðferð hættulegra efna
    • mismunandi gerðum slökkvitækja og notkun þeirra
    • miklvægi réttar líkamsbeitingar og helstu atvinnusjúkdómum í matvælagreinum
    • öryggiskröfum sem gerðar eru til tækja, véla og annars búnaðar sem notaður er við dagleg störf í matvælagreinum og eftirlitsskyldu með þeim
    • fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar sem eru að; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp
    • helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
    • helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bregðast við slysum á vinnustað
    • umgangast og beita öryggisbúnaði og tækjum
    • umgangast hættuleg efni
    • umgangast vélar og tæki af öryggi
    • leita upplýsinga í lögum og reglum um öryggi, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað
    • sýna rétt viðbrögð við slysum
    • meta ástand sjúkra og slasaðra
    • veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bregðast rétt við hvers kyns utanaðkomandi hættum
    • átta sig á réttindum og skyldum starfsmanna á vinnustað
    • fyrirbyggja óhöpp og slys á vinnustað
    • beita slökkvitækjum rétt
    • geta veitt sálræna skyndihjálp
    • geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
    • geta lagt sjúkling í læsta hliðarlegu og tryggt þannig öryggi hans
    • geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu