Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439483160.47

    Formfræði 1 - Form og hlutföll
    FORM1FH03
    1
    Formfræði
    Form og hlutföll
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er unnið með form og hlutföll á tvívíðum fleti. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum við myndbyggingu og kanna ólík sjónræn áhrif þeirra. Fjallað er um ýmsar andstæður s.s. jafnvægi/ójafnvægi, léttleika/þyngd, samstæður/andstæður. Nemendur velta fyrir sér stærð og hlutföllum, endurtekningu, takti og mynstri. Í fyrstu er sjónum beint að frumformum og óhlutbundnum formum en smám saman eykst fjölbreytni verkefna og við lok áfanga vinna nemendur verkefni sem þeir geta sniðið að eigin áhugasviði hvort sem það er myndlist, hönnun, arkitektúr, tónlist o.s.frv. Verkefni í myndbyggingu eru einnig tengd dæmum úr listasögu og umhverfi samtímans. Markvisst er unnið með skissubók. Samhliða áfanganum eru nemendur listnámsbrautar í stærðfræði þar sem fjallað er um flatarmyndir og tvívíða rúmfræði. Sjá nánar áfangalýsingu um stærðfræði 1.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum aðferðum við myndbyggingu og ólíkum sjónrænum áhrifum þeirra
    • stærðum, hlutföllum og eiginleikum tvívíðs flatar
    • hugtökum um þætti sem hafa áhrif á myndbyggingu, s.s. jafnvægi/ójafnvægi, léttleiki/þyngd, samstæður/andstæður, taktur, mynstur o.fl.
    • geti frá myndbyggingu myndflatar með dæmum úr listasögu og samtímanum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita lögmálum tvívíðrar formfræði í verkefnum sínum
    • vinna með ólík verkfæri og efni, s.s. blek, túss, pensla og penna
    • vinna óhlutbundið með form, línur, fleti, áferð, mynstur o.fl.
    • greina eigin verk og annarra út frá hugtökum formfræðinnar
    • nota skissubók sem verkfæri til skráningar og yfirlits yfir þróun á viðfangsefninu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með byggingu og ,,rými“ myndflatar á frjóan og persónulegan hátt
    • vinna með myndbyggingu og gera fjölbreyttar athuganir á skiptingu og karakter tvívíðs flatar
    • fjalla um eigin verk og verk annarra með greinandi/gagnrýnum hætti út frá hugmyndum formfræðinnar
    • greina ólík dæmi úr lista- og hönnunarsögunni og útskýra fyrir öðrum með orðum og hugtökum formfræðinnar hvernig myndflöturinn er uppbyggður