Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði körfuknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu körfuknattleiks. Efnisatriði: Körfuknattleikur, knatttækni, tækniþjálfun, kast- og griptækni, sniðskot, stökkskot, knattrak, gabbhreyfingar, hindranir, hraðaupphlaup, einn á móti einum, maður á móti manni, svæðisvörn, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Nemendur munu einnig spreyta sig á leikgreiningu í körfuknattleik.
Nemendur hafi lokið IÞFR2ÞB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
allri grunntækni körfuknattleiks
mismun á þjálfun barna, unglinga og fullorðinna í körfuknattleik
leikreglum í körfuknattleik
undirbúningi og skipulagi körfuknattleiksæfinga
tölfræði körfuknattleiks
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að undirbúa og framkvæma körfuknattleiksæfingu fyrir börn að 12 ára aldri
helstu tækniatriðum körfuknattleiks og að kenna þessi atriði
dómgæslu í körfuknattleik
að kenna leikfræði körfuknattleiks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa þjálfun og gera tímaseðil fyrir körfuknattleik
skipuleggja þjálfun í körfuknattleik
dæma leiki hjá yngstu iðkendum
rita leikskýrslu í körfuknattleik
taka tölfræðiskýrslu í körfuknattleik
undirbúa þjálfun og gera tímaseðil fyrir körfuknattleik
Í áfanganum er skriflegt lokapróf og nemendur skila ýmsum verkefnum varðandi heimsóknir, æfingakennslu og tímaseðlagerð.