Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439641374.12

    Íþróttafræði framhaldsáfangi
    ÍÞRF3IF05(FB)
    9
    íþróttafræði
    forvarnir og meðferð, næring, Íþróttameiðsli
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í þessum áfanga er byggt ofan á efni fyrri ÍÞF áfanga. Til dæmis verður farið nánar í íþróttameiðsli, meðferð og forvarnir. Farið verður yfir samspil næringar, heilsu og íþróttaiðkunar og nemendur fræðast um neyslu fæðubótaefna fyrir íþróttamenn. Kennd verða helstu atriði varðandi skipulag íþróttaþjálfunar og nemendur nýta sér þekkingu sína í þjálffræði til að útbúa æfingaáætlanir fyrir ýmsa hópa. Þá verður fjallað um lyfjaneyslu og misnotkun íþróttamanna. Nemendur fá tækifæri til að kenna íþróttir í grunnskóla. Komið verður inn á það sem efst er á baugi varðandi íþróttarannsóknir bæði á Íslandi og erlendis. Áfanginn er bóklegur.
    Nemendur hafi lokið við ÍÞRF3VK05, SKYN1EÁ01 og NÆRI1NN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íþróttameiðslum, meðferð og forvörnum
    • næringu fyrir íþróttafólk
    • fæðubótarefnum sem ætluð eru fyrir íþróttafólk
    • skipulagi íþrótta fyrir afreksfólk og aðra
    • eðli og umfangi lyfjamisnotkunar í íþróttum
    • íþróttafræði sem framhaldsnámi
    • söfnun heimilda og meðferð þeirra við gerð ritgerða um íþróttir
    • samvinnu í hópi við gerð verkefna sem fjalla um íþróttir
    • undirbúningi kennslu í íþróttum í grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að bregðast við meiðslum í íþróttum
    • að nota fyrirbyggjandi aðferðir eins og „teipingar“
    • að meta heimildir og fjalla af skilningi um ýmislegt sem tengist íþróttum og þjálffræði
    • að vinna í hópi við gerð verkefna
    • að meta þörf á fæðubótarefnum við íþróttaiðkun
    • að kenna íþróttir í grunnskóla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til skipulag fyrir hópa og einstaklinga í íþróttum
    • leiðbeina íþróttaiðkendum um næringu
    • velja sér framhaldsnám
    • forða iðkendum, sem þeir þjálfa, frá misnotkun lyfja til að bæta árangur sinn
    • skrifa ritgerðir og skýrslur og nýta sér heimildir
    • undirbúa og kenna íþróttir
    Tekið er skyndipróf um íþróttameiðsli. Nemendur skila ýmsum verkefnum varðandi alla námsþætti, ýmist einstaklingsverkefnum eða hópverkefnum. Nemendur fá tækifæri til að kenna íþróttir í grunnskóla.