Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1441205486.3

    Stærðfræðigreining
    STÆR3SG05
    133
    stærðfræði
    greining, stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Lýsing á efni áfangans: Meginefni áfangans er stærðfræðigreining. Helstu efnisþættir eru markgildi og regla l'Hôpital, óendanlegar raðir, samleitnipróf og Taylor-raðir, samfelld föll á lokuðum bilum, setning Bolzanos, milligildissetningin, setning Rolles, meðalgildissetningin. Unnin eru hagnýt verkefni. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð talsverð áhersla á skipulagða og rétta stærðfræðilega framsetningu námsefnisins.
    STÆR3HD05 (skylda). STÆR3TD05 (æskilegur).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • markgildum og reglu l'Hôpital
    • óendanlegum röðum, samleitni raða og samleitniprófum
    • veldaröðum
    • Taylor-röðum
    • staðbundnum útgildum
    • öðrum efnisþáttum stærðfræðigreiningar sem kennari velur að auki
    • táknmáli og röksemdafærslu stærðfræðinnar
    • meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins
    • skilgreiningum helstu hugtaka og sönnunum reglna í námsefninu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með:
    • markgildi og reglu l'Hôpital
    • óendanlegar raðir, samleitni raða og samleitnipróf
    • markgildissamanburðarpróf, kvótapróf og rótarpróf til að finna hvort raðir eru samleitnar
    • Taylor-raðir
    • staðbundin útgildi
    • táknmál og röksemdafærslu stærðfræðinnar
    • frametningu skv. meginreglum stærðfræðinnar
    • skilgreiningar hugtaka og sannanir reglna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • beita gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við lausn yrtra verkefna og þrauta
    • geta klætt verkefni, sett fram í mæltu og/eða skrifuðu máli, í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
    • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geti valið aðferð sem við á hverju sinni
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt
    • geta fylgt og skilið viðamikla röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
    • geta rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun
    Námsmat byggist á stöðuprófum, verkefnum og lokaprófi.