Í áfanganum læra nemendur um strauma og stefnur í hönnun og tíðaranda frá árinu 1900 til dagsins í dag. Kynntar eru listastefnur og fjallað um helstu atburði tímabilsins sem höfðu áhrif á lifnaðarhætti fólks. Fjallað er um helstu hönnuði á tímabilinu, arkitekta, iðn- og fatahönnuði og ítarlega farið í hvernig klæðnaður og tíska breyttist með tilkomu tækninýjunga og fjöldaframleiðslu.
Nemendur læra einnig um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjunar 21. aldar, greina áhrifavalda og forsendur sem stuðluðu að þróun og tilvist greinarinnar hér á landi. Einnig verður horft til þess sem er að gerast hjá íslenskum fatahönnuðum í dag.
HÖSA2HI05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu og útliti fatnaðar og fylgihluta frá ýmsum stíltímabilum
hvernig staðið er að sögu, varðveislu og samtímasöfnun á fatnaði og textíl
þróun íslenskrar fatagerðar og fatahönnunar
sögu og hlutverki textíls í híbýlum
hvernig fatnaður mótar og hefur áhrif á athafnir og hefðir
iðnframleiðslu og sérhæfðari hönnun á fatnaði
hvernig tískuheimurinn starfar
straumum og stefnum í fata- og textílhönnun samtímans
helstu fata- og textílhönnuðum á 20. og 21. öld og áhrifum þeirra á samtímann
viðskipta-, vinnu- og fagumhverfi greinarinnar, fyrirtækjum og stofnunum
þekkja sögu íslenskrar fatagerðar
helstu hönnuðum og áhrifum þeirra á samtímann
helstu framleiðsluaðferðum í textíl og fatagerð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina strauma og stefnur í fatnaði og textíl
greina sögu og hlutverk textíls í híbýlahönnun og skreytingum í fortíð og nútíð
nýta sér safna- og sýningarumhverfi greinarinnar
greina mismunandi fatastíla og tegundir fatnaðar og hinar óskráðu reglur um textíl
greina muninn á sérsaumuðum fatnaði, hátískuhönnun, sérhæfðri fjöldaframleiðslu og módelhönnun
teikna fatnað og útfæra eigin hugmyndir eftir fyrirmyndum af fatnaði ýmissa stíltímabila
geta nýtt sér ólíka miðla við öflun upplýsinga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta gert samanburð á þróun fatnaðar og textíls hér á landi
nýta sér sögulegar heimildir um útlit fatnaðar og fylgihluta
greina áhrif fatnaðar á athafnir og hefðir
nýta sér söfn og menningarstofnanir til upplýsingaöflunar og innblásturs fyrir eigin verkefni
geta tengt námið við framhaldsnám í textílgerð
greina helstu framleiðsluaðferðir í textíl og fatagerð
geta undirbúin sig fyrir störf í hönnunar- og tískufyrirtækjum
gera sér grein fyrir mikilvægi varðveislu á fatnaði og textíl
greina hlutverk textíls í hýbílum
Símat, jafningjamat, vinnumappa, ritgerð, fyrirlestrar og lokaverkefni. Einnig umsagnir vegna sýninga og fyrirlestra.