Þróunarsaga íslenskra barna- og unglingabóka. Áfanginn er ætlaður þeim sem vilja kynna sér mál- og menningarheim íslenskra barna- og unglingabóka og þróun þeirra frá upphafi ritunar barnabóka og fram til dagsins í dag sem og mismunandi birtingarform þeirra.
5 feiningar á 3. þrepi í íslensku.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka
hugmyndafræðilegum tengslum íslenskra og erlendra barna- og unglingabóka
gagnrýnni umfjöllun um barna- og unglingabækur
öðrum birtingarformum áðurnefnds flokks, t.d. leikritum og kvikmyndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrifa af skilningi og þekkingu um barna- og unglingabækur
taka þátt í umræðu um þróun barna- og unglingabóka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um barna- og unglingabækur í ræðu og riti
lesa ýmsar gerðir texta með gagnrýnu hugarfari
leggja mat á ýmis birtingarform texta ætluðum börnum og unglingum
greina og meta uppeldishlutverk barnabóka
Námsmat byggir á verkefnavinnu og virkni í kennslustundum. Nánar útfært í kennsluáætlun.