Í áfanganum þjálfast nemendur í að lesa bókmenntir og nytjatexta og rifja upp helstu hugtök málfræðinnar. Nemendur læra að nota orðabækur og önnur hjálpargögn og kynnast undirstöðuhugtökum bókmenntafræðinnar. Þá læra nemendur undirstöðuatriði tengd ritgerðarsmíð og að ganga frá texta í ritvinnsluforriti. Nemendur skrifa nokkra stutta texta í áfanganum þar sem reynir jafnt á bókmenntafræðilega greiningu sem hæfni þeirra til sköpunar. Í áfanganum er farið yfir helstu stafsetningarreglur og nemendur þjálfaðir í að nota leiðréttingarforrit.
Einkunn 5 – 6,9 á grunnskólaprófi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum bókmenntafræðinnar
helstu hugtökum málfræðinnar (orðflokkum og beygingarfræði)
helstu hugtökum sem tengjast ritun og ritvinnslu
greinarmuni talmáls og ritmáls
helstu stafsetningarreglum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota helstu bókmenntahugtök í skriflegri og munnlegri umfjöllun um bókmenntir
nota helstu málfræðihugtök í greiningu á texta
nota orðabækur
nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við ritsmíðar
beita viðeigandi málsniði eftir málaðstæðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka efni og greina formleg einkenni ýmis konar texta
semja stutta texta af ýmsum toga með viðeigandi málfari og með tilliti til viðurkenndra stafsetningarreglna
tjá sig á málefnalegan hátt um bókmenntir og nytjatexta í fjölmiðlum, t.d. á neti og spjallsíðum
meta á gagnrýninn hátt málfar í nærumhverfi og fjölmiðlum
Í áfanganum er stuðst við leiðsagnarmat, hlutapróf og skriflegt lokapróf.