Áfanginn er upprifjunaráfangi og megináhersla lögð á á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp auk þess sem nemendur eru þjálfaðir í tali, hlustun og ritun. Kynnt er dönsk menning.
Einkunn 5 – 6,9 á grunnskólaprófi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarþáttum danska málkerfisins
dönsku þjóðlífi og hafi auk þess innsýn í skandinavíska menningu
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum áfangans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta á frásögn um kunnugleg efni, þegar talað er skýrt og áheyrilega
nota orðabækur og önnur nauðsynleg hjálpargögn við tungumálanám
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa og tjá skoðun sína á einföldu máli á skáldsögu sem hann hefur lesið
vinna með frásagnir úr fjöl- og myndmiðlum um kunnuglegt efni
undirbúa munnlega frásögn þar sem hann segir frá áhugamálum sínum
skrifa einfaldan texta um hugðarefni sín og áhugamál