Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1444296363.79

  Bókmenntir síðari alda á einföldu máli
  ÍSAN2BS05
  3
  íslenska sem annað mál
  Bókmenntir síðmiðalda
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur lesa bókmenntasögu tímabilsins og valin bókmenntaverk.
  Nemandi þarf að hafa lokið ÍSAN2GM05 eða samsvarandi áfanga á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu bókmenntastefnum tímabilsins
  • helstu skáldverkum tímabilsins og höfundum þeirra
  • íslenskum hugtökum yfir myndmál og stílbrögð
  • reglum um uppsetningu ritgerða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina myndmál, stílbrögð og boðskap í ljóðum tímabilsins
  • tímasetja bókmenntaverk út frá innihaldi og gerð
  • nota hjálparforrit og efni af neti við ritun
  • tengja einstök bókmenntaverk við stefnur og tímabil í bókmenntum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega um myndmál, stílbrögð og boðskap bókmenntaverka
  • skrifa einfalda bókmenntaritgerð
  Hlutapróf, verkefni, ritgerð og skriflegt lokapróf.