Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444303815.49

    Leikhús
    ÍSLE3LH05
    143
    íslenska
    Leikhús, leiklist og leikbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast leikhúsinu og hvetja til frjórrar umræðu um leikhúsverk, leikmyndir, búninga, ljósahönnun og leikstjórn svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fylgjast með leikhúslífinu á önninni með það fyrir augum að þeir öðlist aukinn skilning á leikbókmenntum og leiklist.
    ÍSLE2BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsemi leikhúsa
    • lífi og starfi á bak við tjöldin
    • því hvernig leikritið endurspeglar samfélagið
    • orðaforða sem gerir honum kleift að skilja texta mismunandi leikverka
    • mismunandi tegundum verka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun
    • koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    • nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir
    • skilja lykilhugtök og draga saman
    • draga saman upplýsingar úr heimildum og nýta á viðurkenndan hátt
    • greina mismunandi sjónarmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
    • geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
    • tjá rökstudda afstöðu við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
    • taka virkan þátt í umræðum til að komast að ígrundaðri niðurstöðu
    • ná duldum boðskap og átta sig á samfélagslegum skírskotunum
    • sýna þroskaða siðverðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í umfjöllun sinni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.