Í þessum áfanga er fjallað um ritmenningu Íslands frá upphafi til 19. aldar. Helstu straumar og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum verða til umfjöllunar og ýmsir textar lesnir samhliða því. Meginþættir bókmenntasögunnar verða reifaðir ásamt hugtökum og aðferðum við textarýni sem styðja nemandann við að mynda sér sjálfstæða og gagnrýna skoðun á efninu.
ISLE2BM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi íslenskra fornbókmennta fyrir menningu nútímans
orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
öllum helstu bókmenntahugtökum, mismunandi tegundum bókmennta og tímabilum íslenskum bókmenntum fyrri alda
helstu höfundum og lykilverkum frá þessum tíma
ritgerðasmíð og heimildavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns texta frá fyrri öldum
túlka efni bókmenntatexta og koma því frá sér á skýran hátt í ræðu og riti
miðla þekkingu sinni með kynningum, ritgerðum eða öðrum tjáningarformum á greinargóðan hátt
skrifa heimildaritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
afla sér heimilda og meta gildi þeirra
ganga frá heimildaritgerðum og hvers kyns textum
nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir menningu ólíkra tíma
draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
setja fram rökstuddar skoðanir sínar, útskýra sjónarmið og virða skoðanir annarra
þroska bókmenntavitund sína og lesa sér til ánægju
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.