Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444306056.42

    Ritgerðarsmíð, þýðingar og þjálfun í upplestri og framsögn
    ÍSLE3RR05
    142
    íslenska
    ritgerðasmíð, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Helstu markmið áfangans eru að nemendur æfist í því að gera heimilda- eða rannsóknarritgerð þar sem miðað er við kröfur á háskólastigi, nemendur vinna út frá rannsóknarspurningu eða efnisyfirlýsingu og styðjast við heimildir í vinnu sinni. Auk þess fást nemendur við þýðingar ólíkra texta. Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í upplestri og framsögn. Lögð er áhersla á áheyrilegan, skýran og blæbrigðaríkan framburð. Nemendur læra undirstöðuatriði í ræðumennsku og flytja fjölbreytta texta í bundnu máli og óbundnu.
    ÍSLE2BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritgerðarsmíð og heimildavinnu
    • helstu hugtökum sem tengjast gerð heimildaritgerða
    • helstu einkennum íslensks talmáls við mismunandi aðstæður
    • helstu einkennum íslensks talmáls við flutning efnis
    • mismunandi málsnið í íslensku talmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fræðileg vinnubrögð við heimildaritgerðasmíð
    • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis
    • beita skipulögðum aðferðum við úrvinnslu efnis
    • koma efni á framfæri á vel uppbyggðan, skýran og greinargóðan hátt
    • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • nýta sér uppbyggilega gagnrýni
    • tjá sig munnlega með skýrum hætti
    • skilja og nota algeng stílbrögð
    • semja ræður og kynningar með því að draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir
    • flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota ýmsar aðferðir við að leysa viðfangsefni
    • skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða viðfangsefnum
    • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
    • breyta hugmynd í afurð
    • styrkja eigin málfærni
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli við flutning á ýmiss konar efni
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.