Megináhersla er á samtalsæfingar úr efni áfangans, bætt er við orðaforða sem tengist tómstundum, ferðalögum og daglegum athöfnum. Nemendur læra aðrar tíðir sagna og læra að segja frá liðnum atburðum. Lögð er áhersla á að bæta jafnt og þétt virkan orðaforða nemenda. Lesnir eru textar af menningarlegum toga og nemendur kynnast frekar hinum fjölbreytta heimi spænskunnar.
SPÆN1EL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem tengist athöfnum daglegs lífs, námi, vinnu, húsnæði, borg og bæ og ferðalögum
tíðum og beygingu sagna í núliðinni tíð og þátíð
uppbyggingu spænsks máls
framburðarreglum og áherslum tungumálsins
Rómönsku Ameríku og einstökum löndum í þeim hluta heimsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að segja skriflega frá daglegu lífi sínu og annarra í nútíð og þátíð
að lesa einfalda texta og finna upplýsingar í einföldu hversdagslegu efni
að skilja setningar og algeng orð tengd þekkingarviðmiðum áfangans
að bjarga sér í hinum ýmsu aðstæðum daglegs lífs, s.s. í búðum, á veitingastöðum og að spyrja til vegar
að segja skoðun sína á afmörkuðu efni og gefa ráð og segja frá framtíðaráformum sínum í grófum dráttum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgjast með einföldu töluðu máli í frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum þar sem fjallað er um kunnugleg efni
ná upplýsingum og aðalatriðum úr lesnum textum, s.s stuttum tímarits- eða blaðagreinum sem fjalla um kunnlegt efni
takast á við aðstæður í almennum samskiptum, beita þeim samskiptavenjum sem lærðar hafa verið
taka þátt í samræðum með hjálp viðmælandans
fjalla um málefni sem tengjast efni áfangans í ræðu og riti
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
ráða við kringumstæður sem tengjast efni áfangans
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.