Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444306446.42

    Yndislestur
    ÍSLE3YN05
    141
    íslenska
    yndislestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem áhuga hafa á bókmenntum. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning og að nemendur lesi sér til ánægju. Hver nemandi les alls sex skáldverk á önninni og gerir kennara sínum grein fyrir þeim að lestri loknum, ýmist skriflega eða munnlega.
    ÍSLE2MB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrar
    • lögmálum skáldsögunnar
    • því hvernig skáldsagan endurspeglar samfélagið
    • þeim bókmenntahugtökum sem koma að gagni við að greina og túlka sögu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi lestrartækni við lestur ýmissa texta
    • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar verið er að fjalla um og greina skáldverk
    • rita og flytja skýran, vel uppbyggðan texta og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
    • taka út aðalatriði texta á skýran og markvissan hátt
    • greina, túlka og bera saman upplýsingar til að komast að niðurstöðu
    • taka þátt í málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
    • vinna að skapandi verkefnum þar sem reynir á þekkingu á bókmenntahugtökum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka lesskilning
    • efla málskilning sinn með auknum orðaforða
    • dýpka skilning sinn á mismunandi samfélögum með lestri skáldverka
    • skilja betur mannlegt atferli með lestri skáldverka
    • túlka sögu og deila þeirri túlkun með öðrum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.