Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa þegar tileinkað sér. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Textar verða smám saman lengri og þyngri. Orðaforði er aukinn, nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti franska málkerfisins. Frásagnir í nútíð og þátíð eru æfðar munnlega og skriflega. Samhliða vinnu með aðalkennslubók lesa nemendur einfalda skáldsögu og leysa ýmis verkefni í tengslum við hana. Sérstök áhersla er lögð á menningu og staðhætti frönskumælandi landa og munu nemendur m.a. velja sér ákveðin umfjöllunarefni og kynna fyrir samnemendum. Auknar kröfur eru gerðar um sjálfstæð vinnubrögð, t.d. við lestur, notkun orðabóka og netsins.
FRAN1DA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
grundvallarþáttum franska málkerfisins
samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
formgerð og uppbyggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
mannlífi, menningu og siðum í frönskumælandi löndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um almenn og sérhæfð kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
skilja texta um almenn og sérhæfð efni sem fjallað er um í áfanganum
fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatexta
taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi
segja frá í nútíð og þátíð og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt
skrifa samfellda texta um ýmis efni sem hann þekkir, t.d. mannlýsingar, lýsingar á stöðum og umhverfi og geta betur en áður dregið ályktanir og tjáð eigin skoðanir
nýta sér upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í náminu
skrifa um hugðarefni sín, ýmis málefni og atburði i nútíð og þátíð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja talað mál um kunnuglegt efni í fjöl – og myndmiðlum ef talað er hægt og skýrt
tileinka sér aðalatriðin í stuttum og einföldum rauntextum
lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína á því sem hann les
eiga samskipti og geta bjargað sér á málinu við margvíslegar aðstæður
nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
fjalla um eigin þekkingu, skoðanir og tilfinningar sem og persónulega reynslu
miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
meta eigið vinnuframlag og framfarir í málinu
sýna aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.