Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444309871.72

    Afþreyingarbókmenntir
    ÍSLE3AÞ05
    146
    íslenska
    Afþreyingarbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður fjallað um helstu greinar afþreyingarbókmennta, eðli, hlutverk og þjóðfélagslegar forsendur þeirra. Lesin og skoðuð verða nokkur verk úr sem flestum greinum afþreyingarbókmennta ásamt tímaritsgreinum og öðru efni er áfangann varða, m.a. af netinu og úr kvikmyndaheiminum. Áfanganum er ætlað að auka sem best þekkingu nemenda á sviði afþreyingarbókmennta og gera þá færa um að meta og fjalla um slíkar bókmenntir á sem breiðustum grundvelli.
    ÍSLE2BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi greinum afþreyingarbókmennta
    • menningarlegri stöðu afþreyingarbókmennta
    • tengslum bókmenntanna við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp
    • nokkrum verkum íslenskra og erlendra rithöfunda
    • einkennum og formi bókmenntagreinarinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um einkenni og form afþreyingarbókmennta
    • lesa og fjalla um ýmis konar afþreyingarbókmenntir á gagnrýninn og fræðilegan hátt
    • taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum
    • vinna að skapandi verkefnum
    • koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dýpka lesskilning sinn
    • auka og bæta orðaforða og málskilning
    • auka skilning sinn á mikilvægi afþreyingarefnis og hvaða lögmálum það lýtur í samfélaginu
    • auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldverka
    • nýta sér íslenskuna á skapandi hátt, við ritun eigin texta
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.