Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444311257.02

    Menning og staðir
    SPÆN1ME05
    69
    spænska
    menning spænskumælandi þjóða
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur öðlast leikni í endursögn og að segja frá liðnum atburðum í þátíð í ræðu og riti. Þeir lesa létta texta sem tengjast menningu og samfélagi hins spænskumælandi heims, bæði í fortíð og nútíð. Einnig er lesin stutt smásaga. Unnin eru fjölbreytt verkefni sem reyna á alla færnisþætti tungumálsins. Áhersla er lögð á að nemendur auki við orðaforða sinn jafnt og þétt í gegnum áfangann. Nemendur læra að setja fram skoðun sína og rökstyðja hana. Nemendur eru þjálfaðir í að nýta sér hjálpargögn við námið sitt og hvattir til að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og þær námsaðferðir sem kenndar eru í áfanganum.
    SPÆN1DA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist þjóðfélagsaðstæðum á mismunandi tímum, siðum, venjum og menningu
    • málkerfi spænskunnar og muninum á hinum mismunandi þátíðum spænskunnar
    • framtíðarformi sagna
    • menningu og samfélagi ýmissa landa hins spænskumælandi heims
    • ólíkum framburði spænskunnar eftir málsvæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa einfaldan samfelldan texta um efni sem hann þekkir og með orðaforða sem um ræðir
    • skrifa texta sem lýsir reynslu og hughrifum og fjalla um mismunandi siði og venjur
    • segja skoðun sína og rökstyðja hana
    • geta lýst stöðum, þjóðfélagslegum og persónulegum aðstæðum bæði nú á tímum, áður fyrr og í framtíðinni
    • lesa léttlestrarefni, s.s. blaðagreinar og bókmenntatexta við hæfi
    • skilja aðalatriði venjulegs talmáls um efni sem hann þekkir og tengist efni áfangans
    • skilja í grófum dráttum aðalatriði í sjónvarpsþáttum og útvarpsþáttum um málefni líðandi stundar
    • nýta sér upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í náminu
    • vinna sjálfstætt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með töluðu máli í frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum þar sem fjallað er um kunnugleg efni
    • ná upplýsingum og aðalatriðum úr lesnum textum, s.s. stuttum tímarits- eða blaðagreinum sem fjalla um kunnuglegt efni og miðlað þeim
    • takast á við aðstæður í almennum samskiptum, beita þeim samskiptavenjum sem lærðar hafa verið
    • taka þátt í undirbúnum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á eða tengist efni áfangans
    • fjalla um reynslu sína, skoðanir, atburði, væntingar og framtíðaráformum á mjög skýran hátt í ræðu og riti
    • meta eigið vinnuframlag og framfarir í náminu
    • eiga samskipti og geta bjargað sér við mismunandi aðstæður
    • greina mun á þjóðfélagslegum aðstæðum hinna ýmsu landa þar sem spænska er töluð
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.