Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun barna- og unglingabókmennta, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar og fræðast um mál og menningarheim barna. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Ýmsir textar og sýnishorn barna- og unglingabókmennta verða lesin. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau. Kennsla fer að hluta til fram í fyrirlestraformi en áfanginn byggist síðan á talsverðri verkefnavinnu. Þá horfa nemendur á fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir íslenskum barnabókum. Hugtök og aðferðir við textarýni verða rifjuð upp og þjálfuð. Nemendur vinna að ýmsum smærri og stærri verkefnum, taka þátt í hópverkefnum, halda kynningar á lesnu efni og taka þátt í umræðum.
ÍSLE2BM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu og þróun barna- og unglingabókmennta, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar
máli og menningarheim barna
helstu barna- og unglingabókahöfundum, inntaki bókanna og erindi þeirra við börn og unglinga
gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
hugtökum og aðferðum við textarýni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá lestrarreynslu sína munnlega og skriflega
beita bókmenntalegum og stílfræðilegum hugtökum til skilnings á þeim bókmenntaverkum sem hann les
taka þátt í umræðum og hópastarfi um bókmenntir
rýna í texta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér upplýsinga úr netheimum og nýta sér þær við greiningu og kynningu barnabókmennta
tjá sig, ritrýna og fjalla um barna- og unglingabókmenntir í orði og rituðum texta á viðeigandi og árangursríkan hátt
fjalla um barna- og unglingabókmenntir á gagnrýninn og málefnalegan hátt með tilliti til fjölmenningar, jafnréttis og stöðu barna í samfélaginu
geri sér grein fyrir mikilvægi barna og unglingabóka í samfélaginu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.