Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444485294.17

    Menning og samfélag
    ENSK3MA05
    120
    enska
    Menning og samfélag
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er menning og samfélag í Bretlandi og Bandaríkjunum skoðuð og farið yfir helstu þætti sem hafa haft mótandi áhrif á samfélagsgerðina og stjórnmálin. Unnið verður með texta úr kennslubókum sem og af netmiðlum ásamt öðru efni úr fórum kennara.áfanginn Er á stigi C1-2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni
    ENSK3FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum viðhorfum og gildum sem móta menningu og samfélag í Bretlandi og Bandaríkjunum
    • stjórnmálum, fjölmiðlum, sögu og menningu í Bretlandi og Bandaríkjunum
    • orðaforða sem tengist námsefninu og gerir honum kleift að tileinka sér hann við úrvinnslu verkefna og áframhaldandi nám
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja vel sérhæfða texta á því sviði sem unnið er með í áfanganum
    • lesa fjölbreytt textaform og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga hverju sinni
    • vinna sjálfstætt að verkefnum bæði á einstaklingsgrundvelli og í hópum
    • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og pesónuleg
    • beita ritmáli í fræðilegum tilgangi m.a. með ritun heimildarritgerðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja sér til gagns þegar fjallað er um fræðileg efni á því sviði sem fjallað er um í áfanganum
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi í texta
    • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnin hátt
    • beita málinu til að geta tekið þátt í umræðum þar sem fjallað er um efni tengd menningu og samfélagi
    • geta flutt vel uppbyggða kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt
    • vinna úr upplýsingaveitum og geta nýtt sér það í verkefnum og ritgerðarskrifum
    • beita rithefðum sem eiga við í textasmíð, m.a. heimildaritgerð
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.