Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444488697.73

    Fagorðaforði og hugtök
    ENSK3FA05
    122
    enska
    fagorðaforði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er áhersla á sérhæfðan orðaforða, lestur flóknari texta og ritgerðasmíð. Unnið er í verkefnalotum með ákveðin þemu eða verkefni. Áhersla er á fagorðaforða (academic vocabulary) og vinna nemendur verkefni tengd námsbrautum. Áfanginn á að brúa bilið milli C1 og C2 í Evrópsku tungumálamöppunni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Ritgerð er unnin sem rannsóknarritgerð og ferilsritun.
    ENSK2SO05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða tengdan ákveðnu fræðasviði
    • helstu aðferðum til að skipuleggja og skrifa langa fræðilega ritgerð á ensku
    • undirstöðu heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér orðaforða tengdum ákveðnu fræðasviði
    • velja sér fræðilegar heimildir til ritunar rannsóknarritgerða
    • Afla sér heimilda og vinna úr þeim á gagnrýninn hátt
    • vinna eftir skipulögðu ferli við gerð heimildaritgerða
    • skrifa margs konar texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja öllum reglum um gerð fræðilegra ritgerða
    • nýta sér orðaforða tengdan námsefni sínu og beita honum án meiriháttar vandkvæða
    • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagrýninn hátt
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð
    • skrifað lipra ritgerð um sértækt efni
    • gera grein fyrir efni rannsóknarritgerðar í kynningu fyrir hlustendum sem eru ekki kunnugir efninu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.