Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444641499.89

    Grunnhugtök og markaðsöfl
    ÞJÓÐ2GH05
    6
    þjóðhagfræði
    Grunnhugtök og markaðsöfl
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar s.s. efnahagshringrásin, framboð og eftirspurn, verðmyndun í fullkominni samkeppni, utanríkisviðskipti, fjármál og hlutverk hins opinbera, mismunandi hagkerfi og kenningar, þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, verðbólga og vísitölur. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna, hlutfallareiknings, vegins meðaltals og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Áhersla er lögð á að nemendur geti hagnýtt sér Netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvelli hagfræðinnar sem fræðigreinar, meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum
    • uppruna tekna samfélagsins
    • helstu kenningum Adam Smith og John M. Keynes
    • markaðsöflunum, jafnvægi markaðarins og verðteygni
    • helstu einkenni markaðshagkerfis, blandaðs hagkerfis og miðstýrðs áætlanahagkerfis
    • grunneiningum hagkerfisins og meginhlutverk þeirra
    • lögmálinu um minnkandi afrakstur í framleiðslu
    • hringrás opins, blandaðs hagkerfis
    • hlutverki og umsvifa hins opinbera í efnahagslífinu og aðferða til fjármögnunar þess
    • einkavæðingu
    • helstu markmið og leiðir við stjórn efnahagsmála
    • verðbólgu, mismunandi tegundum verðbólgu, orsökum, afleiðingum og hugsanlegum lausnum
    • helstu aðferðum og stærðum uppgjörs þjóðhagstærða
    • hagvexti, þýðingu hennar og forsendur
    • atvinnuleysi, orsökum, afleiðingum og hugsanlegum lausnum
    • greiðslujöfnuði og samsetningar hans með sérstakri áherslu á viðskiptajöfnuð
    • áhrifaþætti um nafngengi gjaldmiðla og tilhögun við skráningu á gengi íslensku krónunnar
    • helstu aðila á peningamarkaði og hlutverki seðlabanka Íslands
    • efnahagslegu samhengi í þjóðfélaginu
    • helstu ákvörðunarþátta utanríkisviðskipta, svo sem kenninga um hlutfallslega yfirburði og algjöra yfirburði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út markaðsjafnvægi og verðteygni út frá gefnum stærðfræðilegum forsendum um eftirspurn og framboð
    • reikna út helstu stærðir þjóðhagsreikninga
    • reikna verðbólgu og breytingu á vísitölum
    • reikna út þjóðhagstærðir á föstu verðlagi og hlutfallslegar breytingar á milli ára
    • reikna hagvöxt
    • reikna atvinnuleysi
    • reikna út hlutfallslega yfirburði í milliríkjaviðskiptum þjóða
    • hagnýta sér netið til öflunar hagfræðilegra upplýsing
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra lögmál markaðarins og meginþætti verðmyndunar á markaði
    • nota þá þekkingu sem hann hefur öðlast til lausnar á raunverulegum viðfangsefnum hagfræðinnar
    • draga ályktanir um samspil mismunandi efnahagsþátta- og stærða
    • yfirfæra hagfræðilegar kenningar og aðferðir yfir á raunveruleg dæmi
    • bera saman ýmsar þjóðhagsstærðir óháð tíma
    • lesa um efnahagsleg málefni og hlusta á umræður með skilningi
    • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
    • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.