Kynnt eru grunnatriði sem hafa verður í huga við stofnun og rekstur fyrirtækis og til þess að koma vöru eða þjónustu á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina viðskiptahugmynd (vöru eða þjónustu) og gera viðskiptaáætlun byggða á henni.
Hefur lokið 1.þrepi í stærðfræði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ferli við að stofna og reka fyrirtæki
hugarflæði við hugmyndavinnu
tækni og aðferðum við að koma auga á viðskiptatækifæri og gildi þess að hugsa í lausnum
grundvallaratriðum markaðssetningar og einfaldrar markaðsrannsóknar
algengustu rekstrarformum smáfyrirtækja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þróa viðskiptahugmynd að vöru/þjónustu eða uppfinningu og meta hvaða upplýsinga og gagna er þörf
starfa saman í hóp
gera kostnaðar- og/eða hagnaðargreiningu
færa einfaldar dagbókarfærslur yfir einföld viðskipti
gera einfalda markaðsrannsókn, markaðsáætlun, auglýsinga- og kynningaráætlun, kostnaðaráætlun og söluáætlun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hugsa jákvætt og lausnamiðað sem eflir sjálfstraust
gera einfalda viðskiptaáætlun
setja upp einföldustu gerð af rekstrar- og efnahagsreikningi byggða á bókhaldsupplýsingum
öðlast færni í hópastarfi sem felur meðal annars í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.