Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd. Nemendur koma sér saman um eina viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun byggða á henni. Þau þurfa að fjármagna viðskiptahugmyndina með útgáfu hlutabréfa, markaðsetja, framleiða og selja. Kynnt eru grunnatriði sem hafa verður í huga við stofnun og rekstur fyrirtækis og til þess að koma vöru eða þjónustu á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Við rekstur fyrirtækjanna nota nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa hlotið í öðrum áföngum eins og bókfærslu, rekstrarhagfræði, markaðsfræði og fjármálum.
FRUM2HÁ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ferli þess að stofna og reka litið fyrirtæki
mikilvægi viðskiptaáætlana
gerð einfaldra rekstrar- og efnahagsreikninga
einföldum jafnvægis- og arðsemisútreikningum
mikilvægi samvinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka ákvarðanir og taka ábyrgð á þeim
vinna saman í hóp
gera kostnaðar- og/eða hagnaðargreiningu
gera einfalda markaðsrannsókn, markaðsáætlun, auglýsinga- og kynningaráætlun, kostnaðaráætlun og söluáætlun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni eins og að stofna og reka lítið fyrirtæki
markaðsetja og selja vöru eða þjónustu
færa bókhald fyrir lítinn rekstur og gera rekstrar- og efnahagsreikning
öðlast færni í hópastarfi sem felur meðal annars í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku
þróa viðskiptahugmynd að vöru eða þjónustu og gera viðskiptaáætlun
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.