Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444647735.88

    Grunnhugtök og markaðssetning
    MARK2GM05
    7
    markaðsfræði
    Grunnhugtök og markaðssetning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráð og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu. Æskilegt er að gefa nemendum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtu verkefnum á því að sviði
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
    • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
    • samspili þarfa og markaðsstarfs
    • umhverfisgreiningu á áhrifum mismunandi sviða umhverfisins á fyrirtæki
    • samkeppnisgreiningu
    • markaðshlutun og mikilvægi þess í öllu markaðsstarfi
    • kaupvenjum á neytenda – og fyrirtækjamarkaði
    • samvali söluráða
    • hugtökum og hugmyndum varðandi vöruþróun og vörur
    • hugtökum og hugmyndum varðandi verð og verðstefnur
    • hugtökum, hugmyndum og aðferðum varðandi kynningar
    • hugtökum og hugmyndum varðandi dreifingu og staðsetningu
    • grundvallarhugmyndum varðandi markaðsrannsóknir og markaðsáætlanir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota aðferðir og verkfæri markaðsfræði við lausn ýmissa raunhæfra verkefna
    • greina þarfir sem liggja að baki ýmsum vörum og/eða viðskiptum
    • framkvæma einfalda umhverfisgreiningu
    • framkvæma einfalda samkeppnisgreiningu
    • framkvæma einfalda markaðshlutun út frá gefnum breytum
    • velja saman söluráða samkvæmt gefnum forsendum
    • lesa í kaupvenjur einstaklinga og fyrirtækja
    • staðsetja vörur á lífskeiði hennar og setja fram raunhæfa áætlun um markaðsáherslur út frá þeirri greiningu
    • skilgreina vöru út frá fimm þrepa skilgreiningu
    • greina smákeppnisþætti vöru
    • sýna leið vöru í gegnum vöruþróunarferlið með raunhæfu dæmi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra mikilvægi markaðsfræðinnar fyrir einstaklingi, fyrirtæki og samfélagi
    • finna lausn á raunverulegum viðfangsefnum á svið markaðsfræði
    • taka þátt í umræðu um markaðsmál með skilningi og út frá faglegu sjónarmiði
    • lesa um málefni tengd markaðsmálum með skilningi
    • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
    • nýta eigin reynslu af atvinnu og atvinnulífi við lausn verkefna
    • notað ýmis verkfæri stjórnunar til að auðvelda skipulagningu og gera stjórnun árangursríka
    • notað hugmyndir, aðferðir og verkfæri markaðsfræðinnar til árangursríkrar markaðsetningar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.