Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444660387.87

    Kvikmyndir og bókmenntir
    DANS2KB05
    None
    danska
    Kvikmyndir og bókmenntir
    í vinnslu
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um ævintýri í víðu samhengi, þau lesin og greind. Nokkrar smásögur lesnar og unnið með á nýstárlegan máta. Skáldsaga lesin sem og kvikmyndir nýttar til að efla málskilning og máltilfinningu. Fjölmiðlaflóra í Danmörku skoðuð. Sérstök áhersla lögð á talað mál. Eitt af markmiðum áfangans er að heimsækja Kaupmannahöfn.
    DANS2FD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ævintýrum, uppbyggingu og helstu þáttum
    • aktantmódelinu
    • uppbyggingu frétta, bæði í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum
    • helstu framburðarreglum í dönsku
    • helstu ferðamannastöðum í Kaupmannahöfn og nágrenni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rita samfellda texta um fjölbreytt efni
    • skilja lengri texta um ýmis málefni
    • tjá sig munnlega um efni tengd þemum áfangans svo og almenn efni
    • geta skilið í þaula aðalatriði í mörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum um málefni líðandi stundar
    • geta sagt sögu eða sagt frá söguþræði í bók/kvikmynd og ígrundað eigin skoðun
    • setja fram rökstudda gagnrýni
    • beita tungumálinu til að fá upplýsingar sem ferðamaður í Kaupmannahöfn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig í ræðu og riti um almenn efni en einnig sértæk efni áfangans
    • fylgjast með sjónvarps- útvarpsfréttum um ýmis efni
    • skilja texta um almenn efni en einnig sértæk efni áfangans
    • nota upplýsingatækni
    • lesa á milli línanna, átti sig á dýpri merkingu texta og orðræðu í texta og tali
    • geta á skipulegan hátt flutt mál sitt munnlega og skriflega
    • lesa, túlka og færa sér í nyt ýmsar nauðsynlegar upplýsingar í Kaupmannahöfn
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.