Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444660510.47

    Tökum á því
    HLSE1TÁ02
    22
    heilsuefling
    Tökum á því
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er farið yfir alhliða hreyfingu og heilsurækt þar sem nemendur læra helstu þjálfunaraðferðir sem eru vinsælar í líkamræktarheiminum hverju sinni t.d. tabada, metabolic o.fl. Í upphafi áfangans taka nemendur próf og setja sér markmið fyrir lok áfangans. Prófin byggja á þoli og styrk nemandans. Á miðri önn þá taka nemendur aftur prófin og vita þá hvort þau eru á réttri leið og hvort það þurfi að endurskoða markmiðin. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem þjálfa alla þætti grunnþjálfunar og læra aðferðir til efla heilsulæsi.
    HLSE1AH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar og hvað hægt er að æfa líkamann með fjölbreyttum hætti
    • helstu þjálfunarþáttum
    • mikilvægi þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum til að koma sér í gott form
    • að gæði æfingarinnar skiptir meira máli heldur en tíminn
    • markmiðssetningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda líkams og heilsurækt með skipulögðum hætti
    • framkvæma þol-, styrktar- og liðleikaæfingar
    • æfa undir góðu álagi í stuttan tíma
    • vinna með öðrum
    • framkvæma æfingar á réttan hátt
    • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • finna út hvaða álag henti honum best
    • meta stöðuna sína í þoli, styrk og liðleika
    • finna hvaða líkamsrækt henti sér best
    • stunda æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega getu
    • beita heilsulæsi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.