Áfanginn fjallar um danskar kvikmyndir. Horft verður á kvikmyndir frá mismunandi tímabilum, þær greindar og tengdar við lesið efni sem tengist þeim eða þemu þeirra. Lögð er áhersla á alla þætti tungumálsins, að efla sjálfsöryggi nemandans, tjáningu og að hann komi hugsunum sínum til skila á skýran hátt.
DANSK2FD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu stefnum og straumum sem ríkjandi hafa verið í danskri kvikmyndagerð
þeim kvikmyndum sem markað hafa tímamót í danskri kvikmyndagerð
hvernig dönsk menning og samfélag endurspeglast í kvikmyndunum
hvernig setja skuli fram rökstudda gagnrýni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig munnlega og skriflega um efni áfangans
skilja ritað mál sem tengist efni kvikmyndanna
skilja talað mál
skrifa kvikmyndagagnrýni á dönsku
nota upplýsingatækni (t.d. smáforrit, snjallvefi) og önnur hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
öðlast betri innsýn inn í danska menningu og þjóðarvitund
skilja daglegt talað mál hvort sem hann þekkir umfjöllunarefnið eða ekki
afla sér upplýsinga úr textum til að öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu
lesa á milli línanna, átti sig á dýpri merkingu texta og orðræðu í kvikymyndum
flytja mál sitt á skipulegan hátt, bæði munnlega og skriflega
beita rökum og gagnrýnni hugsun í umfjöllun á tilgreindu efni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.