Kynnast ýmsum boltagreinum, farið í grunnreglur og nemendum sýnt fram á að það er hægt að komast í form í gegnum hreyfingu með bolta. Að nemandinn upplifi líkamlega og félagslega ánægju í gegnum hreyfinguna .Áfanginn er verklegur en að auki vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu.
HLSE1AH02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hinum ýmsum boltagreinum
helstu þjálfunaræfingum í hverri grein fyrir sig
á grunnreglum í hverri íþróttagrein
að hægt sé að nota ýmsar þjálfunaraðferðir í gegnum boltagreinar til að koma sér í líkamlegt form
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stunda hreyfingu með bolta
dæma eftir grunnreglum hverrar greinar fyrir sig
vinna með öðrum
nýta sér möguleika til að stunda boltagreinar í nánasta umhverfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og likamlega líðan einstaklingsins
velja boltagrein til að stunda með félögunum
stunda æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega getu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.