Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444663401.07

    Reiðhjól og ganga
    HLSE1RG02
    21
    heilsuefling
    Reiðhjól og ganga
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Hjólað/Gengið er í Hafnarfirði og nágrenni, Heiðmörk og Helgafell. Megintilgangur áfangans er að hvetja nemendur til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Áfanginn er verklegur en að auki vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu.
    HLSE1AH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að vera vel útbúin til útivistar
    • helstu gönguleiðum í Hafnarfirði og nágrenni
    • mikilvægi hreyfingar og hvernig hægt sé að æfa líkamann með fjölbreyttum hætti
    • markmiðssetningu
    • gildi göngu sem líkamsþjálfunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hjóla/ganga sér til heilsubótar
    • nýta sér möguleika á göngu og hjólaferðum í sínu nánasta umhverfi
    • njóta útvistar í félagi með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins
    • vinna með öðrum og vera hluti af hópi
    • skipuleggja og framkvæma sína hreyfingu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.