Í áfanganum er farið yfir alhliða hreyfingu í tengslum við lyftingar og lyftingartækni. Unnið verðum með samhæfingu í almennum lyftingum, farið yfir tækni í lyftingum og helstu þjálfunaraðferðir. Farið er í bæði vöðvaþol og hámarkskraft. Nemendur læri að stunda kraftþjálfun sem nær til helstu vöðvahópa líkamans og hvernig helstu vöðvahóparnir virka. Einnig verður farið yfir helstu teygjuaðferðir sem er mjög mikilvægt þegar lyftingarþjálfun er stunduð. Því mjög mikilvægt er að styrkur og liðleiki haldist í hendur upp á rétta líkamsbeitingu. Áfanginn er verklegur en að auki vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu.
HLSE1AH02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tækninni sem þarf í lyftingaræfingum til að líkamsbeiting verði rétt
helstu þjálfunaraðferðum í lyftingum
að styrktar- og liðleikaþjálfun skiptir miklu máli og þarf að haldast í hendur
að hægt sé að nota ýmsar lyftingaraðferðir til að koma sér í gott form
að gæði æfingarinnar skiptir meira máli heldur en tíminn
markmiðssetningu
líkama sínum og vöðvakerfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stunda líkams- og heilsurækt
framkvæma styrktar- og liðleikaæfingar
æfa undir góðu álagi í stuttan tíma
framkvæmt æfingar á réttan hátt og kynnist réttri líkamsbeitingu í lyftingarsalnum
nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna hvaða álag henti best við styrktar- og liðleikaþjálfun
finna hvaða lyftingartækni henti
stunda æfingar sem viðhalda og bæta líkamlega getu
beita heilsulæsi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.