Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444665534.09

    Blak
    HLSE1BL02
    13
    heilsuefling
    Blak
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálfunaraðferðum og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er verklegur en að auki vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu.
    HLSE1AH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leikreglum í blaki
    • grunnatriðum í leikfræði blaksins
    • þjálfunaraðferðum í blaki
    • fjölbreyttri tækni og leikæfingum í blaki
    • skipulagningu blakþjálfunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita knatttækni blaksins
    • beita leikfræði blaksins
    • nýta sér helstu þjálfunaraðferðir blaksins
    • beita fjölbreyttum tækni- og leikæfingum í blaki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins
    • útskýra og sýna helstu leikfræðileg atriðið blaks
    • greina leikinn
    • rökræða um leikskipulag og leikfræði leiksins
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.